Fjögur fjölþrautarverðlaun í frjálsum! Mílanó meistaramót

  • 29. apríl, 2015

Mílanó meistaramótið fór fram í Versölum, fimleikahúsi Gerplu, síðastliðinn laugardag.  Mótið er síðasta FSÍ mót vetrarins og keppt er í frjálsum æfingum í þremur aldursflokkkum pilta og stúlkna.tn_500x_2085-0

Bjarkarpiltar sem hafa verið á mikilli uppleið í vetur sýndu og sönnuðu á þessu móti að athyglisverð framganga þeirra í frjálsum æfingum í vetur hefur ekki verið tilviljun.  Stefán Ingvarsson háði, eins og hann hefur reyndar gert áður í vetur, mikla baráttu um gullið í fjölþraut í unglingaflokki við Aron Frey Axelsson, Ármanni, en úrslit réðust á síðasta áhaldinu sem var bogahestur, þar sem Stefán varð með lægri einkun og þurfi þar með að sætta sig við 2. sætið.  Hann gat þó verið mjög sáttur við daginn þar sem hann sigraði í hringjum og á svifrá, og varð auk þess 2. á gólfi og á tvíslá.

Í drengjaflokki voru þeir Breki Snorrason, Orri Geir Andrésson og Fannar Logi Hannesson, einnig í baráttunni um verðlaun.  Breki átti sitt besta mót í vetur og hafnaði í 2. sæti í fjölþraut auk þess sem hann varð í 2. sæti á hringjum og tvíslá og í 3. sæti á svifrá.  Orri Geir, sem varð í 5. sæti í fjölþraut, gerði sér lítið fyrir og sigraði í æfingum á tvíslá og Fannar Logi, sem varð í 6. sæti í fjölþraut, varð síðan í 3. sæti á bogahesti.

Tveir ungir Bjarkarpiltar, þeir Helgi Valur Ingólfsson (12. sæti fjölþraut) og Einar Dagur Blandon (14. sæti fjölþraut), kepptu í fyrsta skiptið í frjálsum æfingum á þessu móti og stóðu sig mjög vel.

Bjarkarstúlkur stóðu sig einnig vel.  Nína María Guðnadóttir varð í 3. sæti í jafnri keppni fjölþraut í flokki unglinga, auk þess sem hún sigraði á stökki.  Emilía Björt Sigurjónsdóttir varð einnig í 3. sæti í fjölþrautarkeppni í flokki stúlkna, ásamt því að ná 2. sæti á tvíslá.

Aðrar stúlkur sem tóku þátt voru þær Margrét Lea Kristinsdóttir, sem keppti á tveimur áhöldum í unglingaflokki og hafnaði í 2. sæti á tvíslá, Embla Guðmundsdóttir varð í 4. sæti í fjölþraut í stúlknaflokki og náði 3. sæti á tvíslá, Freyja Sævarsdóttir sem keppti á tveimur áhöldum í flokki stúlkna og varð í 2. sæti í gólfæfingum, og Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir sem einnig keppti á tveimur áhöldum í flokki stúlkna.

Myndin sem fylgir fréttinni er af strákahópnum sem kepptu í drengjaflokki mótinu, frá vinstri: Helgi Valur, Einar Dagur, Orri Geir, Fannar Logi og Breki, Vladimir Zaytsev þjálfari      þeirra bakatil.