Vorhátíð – Háabjalla

  • 23. maí, 2015

27. maí kl. 17:00 (miðvikudagur)

Vorhátíð klifurdeildar

Farið í Háabjalla á Suðurnesjunum, skógrækt og klifurleiðir við Grindavíkurveg. Klifur, ‚slack line‘, leikir og heitt grill. Takið með ykkur pylsur á grillið og hressandi drykk með.

Sameinumst í bíla á planinu við Björkina kl. 16:30. Nánari leiðarlýsing við brottför eða að hringja á þeim tíma í síma 663 0710.  Fín veðurspá!

Þetta verður loka æfing hjá öllum hópum.

ATH – Allir að koma með hjálma, klifurhjálma þeir sem eiga, annars hjólahjálma.

Sumarnámskeið og æfingar verða í júní og ágúst, nánar auglýst síðar.