150 keppendur hófu keppnistímabil sitt í Bjarkarhúsinu um helgina

  • 9. nóvember, 2015

tn_500x_2115-0Annað haustmót fimleikasamband Íslands var haldið í íþróttamiðstöð Bjarkar dagana 7. – 8. nóvember.

Alls tóku um 150 börn þátt í mótinu en keppt var í 3. -1. þrepi og frjálsum æfingum karla og kvenna.

Haustmót FSÍ markar upphaf keppnistímabilsins hjá íslensku fimleikafólki og var gaman að sjá hvað íþróttafólkið okkar er tilbúið í átök vetrarins.

Alls voru 20 keppendur frá Björkunum á meðal þátttakenda og unnu þau alls til 11 verðlauna.

Nánari úrslit frá mótinu má nálgast hér.