Engum úthýst hjá Björk

  • 30. nóvember, 2015

Í ljósi frétta af því að fimleikafélagið Björk hafi úthýst fötluðum dreng frá æfingum, vill félagið koma eftirfarandi á framfæri:

Það eru allir velkomnir í Björk. Engum er úthýst eða hafnað af félaginu og við leitum allra leiða sem okkur eru færar til að koma til móts við okkar iðkendur. Ekki hefur verið grundvöllur til að vera með sér hóp fyrir fatlaða hjá félaginu og höfum við því hingað til leitað leiða til að gera þeim kleift að æfa í almennum hópum. Okkur þykir ákaflega leitt að upplifun foreldra fatlaðs drengs hafi verið með þeim hætti sem fram kemur í fjölmiðlum í dag.

 

Við teljum okkur þó ljúft og skilt, að benda fólki í þessari aðstöðu, á það góða starf sem unnið er hjá Gerplu í fimleikaþjálfun fatlaðra.  Þó að við vildum að sjálfsögðu gera betur, þá erum við ákaflega glöð að sjá að drengurinn er ánægður hjá Gerplu og stendur sig vel.

Við lærum af þessu og gerum hvað við getum að bæta okkur svo öllum líði vel í starfinu hjá okkur.