Tveir bikarmeistaratitlar í Hafnarfjörðinn

  • 6. mars, 2016

Risastór bikarhelgi í áhaldafimleikum er nú að baki. Keppt var í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans og fór keppni í 5. þrepi kvenna og 4. og 5. þrepi karla fram í Íþróttamiðstöðinni Björk en keppni í 4. þrepi kvenna fór fram hjá Fjölni í Grafarvogi.

Alls voru 368 keppendur sem tóku þátt, 82 strákar og 286 stelpur og þar af voru 12 strákar og 48 stelpur í bjarkarbúning.

Strákarnir í 5. þrepi héldu áfram á sigurbraut og unnu bikarmeistaratitilinn örugglega á heimavelli en Björk2 varð í 7. sæti.  Stelpurnar í Björk C2 urðu svo bikarmeistarar C liða í 5. þrepi kvenna en Björk C1 varð í þriðja sæti. Í keppni B liða varð Björk einnig í þriðja sæti.

IMG_9230

Í 4. þrepi hafnaði kvennaliðið okkar í 7. sæti en því miður náði félagið ekki í lið í karlaflokki.

Nánari úrslit frá mótinu má nálgast hér.

Lið Bikarmeistaranna í 5. þrepi karla skipuðu þeir Ari Freyr Kristinsson, Björn Ingi Hauksson, Gabríel Oddur Rúnarsson, Lúkas Ari Ragnarsson, Magnús Kárason og Miles Cian Burabod Gomez. Varamenn voru Pétur Már Jónasson og Stefán Máni Kárason.

Lið bikarmeistaranna í 5. þrepi C skipuðu þær Karítas Kristín Traustadóttir, Sara Rut Kærnested, Kolbrún Júlía Stefánsdóttir, Elísa Guðrún Guðjónsdóttir, Iðunn Ingvarsdóttir, Svanhildur J. Axelsdóttir og Birgitta Heiða Jóhannsdóttir.