Bikarmeistarar í 3. þrepi

  • 12. mars, 2016

Áframhald á bikarkeppni Fimleikasambands Íslands var þegar keppt var í 3. þrepi og frjálsum æfingum í Laugabóli í dag.

Björk sendi einn gest til keppni í 3. þrepi kvenna og lið í 3. þrepi karla og frjálsum æfingum karla og kvenna, samtals 7 drengi og 9 stúlkur.

Keppni í morgun hófst í 3. þrepi og var keppnin gríðarlega jöfn í drengjaflokki. Einungis 2 lið voru skráð til keppni, Björk og Gerpla. Þegar upp var staðið voru aðeins 0,75 stig sem skildu liðin að. Gerpla hlaut 285,2 stig en Björk tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 285,95 stigum.

Helgi Valur Ingólfsson úr Björk átti góðan dag og varð stigahæstur allra keppenda í 3. þrepi karla í dag.