Fullt hús í 11-12 ára flokki drengja í grjótaglímu

  • 13. mars, 2016

Klifurkrakkarnir okkar áttu frábæran dag á Íslandsmeistaramótinu í grjótglímu sem fram fór í Klifurhúsinu í dag.

Í flokki 11-12 ára drengja vann Björk þrefallt. Óðinn Arnar Freysson varð Íslandsmeistari og Hafþór Magnússon og Brynjar Ari Magnússon deildu 2-3 sæti.
Í 11-12 ára stúlknaflokki varð Védís Ýmisdóttir í öðru sæti.

Öll náðu þau áskoruninni í þessu móti, en það gerði einnig Ásthildur Elva Þórisdóttir og Arnar Páll Kristjánsson, en hann vantar á myndina.