Tvö silfur á bikarmóti FSÍ í dag

  • 13. mars, 2016

Lokadagurinn í bikarkeppni Fimleikasambands Íslands fór fram í Ármanni í dag þegar keppt var í 1. og 2. þrepi karla og kvenna.

Björk sendi lið til keppni í 1. og 2. þrepi í kvennaflokki.

Í 1. þrepi voru aðeins Gerpla og Björk með lið og var við ofurefli að etja. Þrátt fyrir að stelpurnar hafi lagt sig allar fram þá hafði Gerpla betur á öllum áhöldum og og silfrið því hlutskipti Bjarkanna.
Í 2. þrepi mættu 5 lið til keppni. Gerpla átti góðan dag og hampaði bikarmeistaratitlinum en Bjarkarstelpurnar höfnuðu örugglega í 2. sætinu á undan Fjölni, Keflavík og Ármanni.