Tveir Íslandsmeistaratitlar til Björk

  • 23. mars, 2016
Laugardaginn 19. mars fór fram Íslandsmeistaramót í Taekwondo. Mótið var haldið í Keflavík og sendi Björk 5 öfluga iðkendur til keppni og var uppskeran eftir því.
Tveir keppendur lönduðu Íslandsmeistaratitlum í sínum flokkum, Leo Anthony Speight og Sölvi Mar Ottóson en Björk vann til viðbótar eitt silfur og tvö brons.
Verðlaunahafar og keppnisflokka þeirra má sjá hér fyrir neðan en þess má einnig geta að Björn þjálfari, varð einnig Íslandsmeistari en hann var ekki að keppa fyrir Björk.
Leo Anthony Speight —> Junior B  -63 kíló – Úrvalsdeild – Gull
Gabriel Örn Gretarson —> Junior A  -73 kíló – Úrvalsdeild – Silfur
Sigurður Pállsson —> Senior -68 kíló – Úrvalsdeild – Brons
Magnús Ásgeirsson – Senior A -80 kíló – Úrvalsdeild – Brons
Sölvi Mar Ottóson – Junior C -73 kíló – 1. deild – Gull