Frábær árangur á Íslandsmóti

  • 4. apríl, 2016

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram í Ármannsheimilinu og var stórskemmtilegt. Það sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Bjarkirnar nældu sér í bronsverðlaun í fjölþraut í kvennaflokki en það var hún Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir sem hafnaði í 3. sæti samanlagt. Hún komst í úrslit á öllum áhöldum þar sem hún landaði Íslandsmeistaratitli á stökki og 2. sæti á gólfi. Björk vann þrefallt á stökki en Norma Dögg Róbertsdóttir hafnaði í 2. sæti og Andrea Ingibjörg Orradóttir í því þriðja en hún varð einnig þriðja á gólfi. Tinna Óðinsdóttir lenti í 2. sæti á slá.

Í unglingaflokki kvenna varð Margrét Lea Kristinnsdóttir Íslandsmeistari með þónokkrum yfirburðum. Hún komst í úrslit á þremur áhöldum og lenti í 1. sæti bæði á slá og gólfi. Vigdís Pálmadóttir komst í úrslit á öllum áhöldum og lenti í 1. sæti á stökki.

Stefán Ingvarsson komst í úrslit á þremur áhöldum í karlaflokki og lenti í 3. sæti á tvíslá. Breki Snorrason og Orri Geir Andrésson komust báðir  í úrslit á þremur áhöldum í unglingaflokki.  Breki hafnaði í 3. sæti á gólfi og varð Íslandsmeistari á svifrá og Orri Geir Andrésson lenti í 2. sæti á tvíslá.