Ferð til fjár á Selfoss

  • 18. apríl, 2016

Byrjendahópur fimleikafélagsins Björk í hópfimleikum gerði heldur betur góða ferð á Selfoss á Laugardaginn þegar stelpurnar í HF3 gerðu sér lítið fyrir og sigruðu byrjendamót sem fimleikadeildin á Selfossi stóð fyrir.

Skemmtileg stemmning var á mótinu og stelpurnar stóðu sig vel og er það ljóst eftir helgina að þær eru tilbúnar í stærri verkefni og hlakka mikið til vormótsins.