Breki í landsliðshóp unglinga

  • 23. apríl, 2016

Landsliðsþjálfari karla hefur tilkynnt landsliðshóp unglinga sem mun æfa fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður á Íslandi dagana 6.-8. maí.  Fyrr í vetur var úrvalshópurinn kynntur og átti Björk tvo drengi í unglingahópnum, þá Breka Snorrason og Orra Geir Andrésson.
Nú hafa landsliðsþjálfarar minnkað hópinn og er Breki Snorrason, eini strákurinn í hópnum sem ekki er í Ármanni eða Gerplu.

Í hópnum eru:

Aron Freyr Axelsson – Ármann

Atli Þórður Jónsson – Gerpla

Breki Snorrason – Björk

Hafþór Hreiðar Birgisson – Gerpla

Jónas Ingi Þórisson – Ármann

Leó Björnsson – Gerpla

Martin Bjarni Guðmundsson – Gerpla