Björk með 6 iðkendur í landsliðum

  • 4. maí, 2016

Landsliðsþjálfarar hafa tilkynnt landsliðshópana fyrir Norðurlandamótið í áhaldafimleikum sem fram fer um helgina, í Laugarbóli, fimleikahúsi Ármanns.

Björk á alls 6 landsliðsmenn og konur en það eru þær Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Tinna Óðinsdóttir og Andrea Ingibjörg Orradóttir í kvennaflokki, Margrét Lea Kristinsdóttir og Vigdís Pálmadóttir í unglingaflokki stúlkna og Breki Snorrason í unglingaflokki drengja.

Frábær árangur hjá þessu flotta fimleikafólki. Til hamingju með landsliðssætið og gangi ykkur vel.