Margrét Lea stigameistari FSÍ

  • 4. maí, 2016

GK meistaramótið í áhaldafimleikum fór fram í íþróttamiðstöðinni Björk um helgina.

Á mótinu var keppt í frjálsum æfingum í unglinga og fullorðinsflokki sem og í Special Olympics flokki.

Mótið heppnaðist mjög vel enn fleiri titlar bættust í safn Bjarkanna í vetur.

Alls voru 114 iðkendur sem kepptu í frjálsum æfingum og þarf af voru 15 frá Björk, 3 drengir og 12 stúlkur.

Verðlaunahafar frá Björk voru eftirtalin:

Í kvennaflokki;
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, brons í fjölþraut og á tvíslá og silfur á slá, stökki og gólfi.
Andrea Ingibjörg Orradóttir, gull á stökki

Í unglingaflokki stúlkna;
Margrét Lea Kristinnsdóttir, gull á tvíslá og silfur í fjölþraut og á gólfi.
Vigdís Pálmadóttir, gull á gólfi

Í unglingaflokki drengja;
Breki Snorrason, silfur á svifrá og hringjum.

Í stúlknaflokki;
Embla Guðmundsdóttir, gull í fjölþraut, gólfi og tvíslá og brons á stökki.

Til viðbótar voru Jón Sigurður, Ármanni og Margrét Lea Kristinnsdóttir, Björk krýnd stigameistarar Fimleikasambands Íslands.