Vel heppnað innanfélagsmót í TaeKwonDo

  • 21. maí, 2016

TaeKwonDo deild félagsins breytti aðeins til í dag og hélt innanfélagsmót í Andrasal.

Gríðalega skemmtileg stemmning var á mótinu þar sem markmiðið var ekki bara að æfa sig í að keppa heldur einnig að hafa gaman.

Eldri iðkendur félagsins hjálpuðu þeim yngri og sýndu þeim ýmsa takta og leiðbeindu og fóru allir heim með bros á vör í lok dags.