Sumarnámskeið Fimleikafélagsins Björk

  • 27. maí, 2016

Nú er loksins búið að negla niður endanlega dagskrá sumarnámskeiða:)

Það verður hellingur í boði, bæði námskeið og æfingar þar sem einblínt er á eina íþrótt en einnig námskeið þar sem hægt er að prófa fullt af nýjum hlutum.

Bendum sérstaklega á námskeiðið fimleikar fyrir alla sem er stílað inn á iðkendur úr öðrum íþróttagreinum en fimleikum.

Framboð sumarsins má sjá hér:

Sumarnámskeið Fimleikafélagsins Björk

Búið er að opna fyrir skráningu inni á bjork.felog.is.  Einnig er hægt að skrá á námskeið og sumaræfingar í gegnum „Mínar síður“ á hafnarfjordur.is .