Skilaboð frá formanni TaeKwonDo deildar

  • 1. júní, 2016

Það eru töluverðar breytingar framundan hjá TaeKwonDo deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá stuttan pistil sem formaður deildarinnar, Páll Ólafsson, sendi frá sér á Fésbókarsíðu deildarinnar.

 

„Kæru foreldrar barna sem æfa Taekwondo hjá Björk! Hér kemru langur póstur en lesið hann endilega allan!

1. Síðasta æfing vorannar er núna á föstudaginn 27 maí.
EN við viljum bjóða börnunum ykkar uppá að æfa hjá okkur í júní ykkur að kostnaðarlausu og ekki bara það – heldur verður þjálfarinn þeirra einn besti Taekwondo maður landsins Björn Þorleifsson – almennt kallaður Bjössi. Hann hefur verið og er einn besti Taekwondo iðkandi landsins og hefur keppt á óteljandi mörgum mótum bæði innanlands og utan og er vel þekktur þjálfari. Þetta er því frábært tækifæri fyrir okkar ungu iðkendur að fá hann til að kenna sér TKD. Honum til aðstoðar verður einn af svartbeltingum okkar – Sigurður Pálsson. Þessar æfingar verða sem sagt í júní á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 17 – 18 og verða báðir barnahóparnir saman á þessum æfingum. Kostnaður enginn fyrir ykkur!

2. Ein ástæða þess að við viljum bjóða ykkar börnum uppá þetta er sú að það standa yfir nokkrar breytingar hjá deildinni sem munu eiga sér stað frá og með þessari önn
Fyrir það fyrsta hefur verið ákveðið að framlengja ekki samning deildarinnar við núverandi þjálfara, þannig að Cesar mun láta af störfum hjá okkur um næstu mánaðarmót (maí/júní) og er þess vegna næsta æfing þann 27 maí sú síðasta sem hann mun sjá um.
Við höfum ákveðið að ganga til samstarfs við nýja aðila varðandi þjálfun og mun Björn Þorleifsson verða yfirþjálfari deildarinnar og Sigursteinn Snorrason tæknilegur ráðunautur okkar. Mörg ykkar kannast við Bjössa sem er einn besti taekwondo íþróttamaður landsins en Sigursteinn er einnig vel þekktur innan Taekwondo geirans – hann er menntaður íþróttakennari og er með 25 ára reynslu af kennslu og er að auki með 6.dan í Taekwondo og svart belti í Hapkido.
Þetta þýðir að það munu verða breytingar á því hverjir sjá um æfingar barnahópanna á næstu önn – en þær munu halda áfram og verður þá kennt eftir skipulagðri námskrá og verða aðstoðarkennarar það undir handleiðslu Sigursteins og Björns. Það er ætlun okkar að þetta þýði að æfingar muni verða skipulagðari, meira miðaðar við getu hvers og eins og einnig munu verða skemmtileg uppbrot svo sem æfingabúðir og félagsmót ásamt því að fara á mót með þau börn sem eru tilbúin til og vilja taka þátt.
Því hvetjum við ykkur til að halda áfram og taka þátt á haustönninni það verður bara spennandi.

3. Einnig er von okkar að það verði boðið uppá leikjanámskeið fyrir krakka í sumar þar sem þau geta æft klifur, parkúr og taekwondo og mun Sigursteinn sjá um TKD hlutann, en nánari upplýsingar koma um þetta síðar.

Ef eitthvað er óljóst þá endilega sendi póst á palloisland@gmail.com eða hringið í 6632101 og ég mun reyna að svara öllum fyrirspurnum.
Kveða f.h. stjórnar TKD Bjarkanna Páll Ólafsson“