Flott frammistaða hjá okkar stelpum á EM

  • 6. júní, 2016

Nú er Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Bern í Sviss lokið.

Ísland sendi lið til keppn í unglinga og fullorðinsflokkum karla og kvenna.

Fimleikafélagið Björk á 3 fulltrúa í keppninni, Margréti Leu Kristinsdóttur í unglingalandsliðinu og þær Tinnu Óðinsdóttur og Sigríði Hrönn Borgþórsdóttur í kvennalandsliðinu.

Skemmst er frá því að segja að okkar konur stóðu sig frábærlega. Margrét Lea og liðsfélagar hennar í unglingalandsliðinu komust í gegnum mótið á þess að vera með fall. Frábært hjá þeim og góð reynsla komin í bankann hjá þeim.  Margrét Lea var næst stigahæst í íslenska liðinu með 46.265 (57. sæti) en hæst Íslendinga var Fjóla Þorsteinsdóttir úr Fylki með 47.165 stig (49. sæti).

Unglingaliðið á EM

Kvennalandsliðið náði sögulegum árangri en liðið hefur aldrei verið jafn ofarlega í keppninni. Liðið hafnaði í 14. sæti og varð efst allra Norðurlandaþjóða. Tinna og Sigríður tóka báðar virkan þátt í mótinu en Sigríður keppti á stökki og á gólfi en Tinna á slá og gólfi en 3 liðsmenn af 5 fá að keppa á hverju áhaldi.