Íþróttafólk ársins hjá Björk

  • 29. desember, 2016

Nú þegar árið er á enda komið er venjan að líta yfir farinn veg og skoða árangur ársins.

Það gerðum við líka á viðurkenningarhátíð félagsins þar sem besta íþróttakona og íþróttakarl í hverri grein hjá félaginu var heiðrað auk þess sem íþróttakarl og kona félagsins í heild voru valin.

Skemmst er frá því að segja að Breki Snorrason og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir voru valin íþróttakarl og kona ársins en þau voru jafnframt fimleikamaður og fimleikakona ársins.

Klifurkarl og klifurkona ársins voru þau Arnar Freyr Hjartarson og Gabríela Einarsdóttir og Taekwondo karl og kona ársins voru þau Leo Anthony Speight  og Hrafnhildur Rafnsdóttir.

Samantekt af helstu afrekum þeirra má sjá hér, ithrottafolk-2016-samantekt.