Fyrsta þrepamóti FSÍ lokið

  • 29. janúar, 2017

Fyrsta þrepamót Fimleikasambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni Björk nú um helgina.

151 keppandi tók þátt í mótinu en keppt var í 5. þrepi í 4 aldursflokkum, 9 ára, 10 ára, 11 ára og 12 ára og eldri.

Sigurvegarar í fjölþraut voru eftirfarandi:

Í flokki 9 ára: Shaina Rós Blanche Rosento, Ármanni
Í flokki 10 ára: Margrét Anna Jónsdóttir, FIMAK
Í flokki 11 ára: Agnes Inga Ottesen, Fylki
Í flokki 12 ára+: Eva Natalía Elvarsdóttir, FIMAK

Úrslit mótsins í heild má sjá hér: Þrepamót 1 – Úrslit 5. þrep.

Mótahald gekk frábærlega og vill félagið þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins.