Þrír bikarmeistaratitlar í höfn

  • 7. mars, 2017

Um helgina sem leið, varð Björk bikarmeistari í tveimur þrepum íslenska fimleikastigans í áhaldafimleikum og stökkfimi drengja, en það er ný grein hjá félaginu.  Í áhaldafimleikum unnust titlarnir í  4. þrepi kvenna og 4. þrepi karla og vann keppnina í báðum flokkum nokkuð örugglega. Það var tilfellið einnig í stökkfiminni þar sem drengirnir voru eina liðið sem skráð var til leiks. Það skyggði þó ekki á gleðina og voru strákarnir himinlifandi með mótið, enda afrek útaf fyrir sig að vera fyrst félaga til að vera með strákahóp í þessari grein.

Um helgina var einnig keppt í 5. þrepi karla og kvenna en þar náðu liðin okkar því miður ekki á pall.

Í heildina var þetta þó flott helgi hjá okkar fólki.  Alls voru 9 lið við keppni á bikarmótum, 3 í 4. þrepi kvk, 2 í 5. þrepi kvk, sitthvort liðið í 5. og 4. þrepi kk og svo stelpu og stráka lið í stökkfimi.

Hér fyrir neðan má sjá árangur liðanna í áhaldafimleikum: