Andrea og Stefán Bjarkarmeistarar 2017

  • 8. mars, 2017

Innafélagsmót Fimleikafélagsins Björk í efri þrepum íslenska fimleikastigans fór fram á föstudaginn var.

Keppt var í 3. þrepi og frjálsum æfingum jr. og sr. í karlaflokki og í kvennaflokki var keppt í 3. þrepi, 1. þrepi, og frjálsum æfingum jr. og sr.

Það voru þau Andrea Orradóttir og Stefán Ingvarsson í sr. flokki sem stóðu uppi sem sigurvegarar og greinilegt að þau eru í góðum gír fyrir Bikarmót FSÍ sem fram fer í Björk helgina 18. og 19. mars.

Úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan;

Innanfélagsmót efri þrep kk

Innanfélagsmót efri þrep kvk