Strákarnir með gull og brons á bikarmótinu

  • 19. mars, 2017

Strákarnir luku keppni á bikarmóti FSÍ í gærkveldi en keppnin stóð yfir til rúmlega 21:00.

Björk átti lið í frjálsum æfingum karla og 3. þrepi drengja en þetta er annað árið í röð og jafnframt annað árið í sögu félagsins sem Björk teflir fram karlaliði í frjálsum æfingum.

Í frjálsum æfingum skipuðu þeir Stefán Ingvarsson, Breki Snorrason, Orri Geir Andrésson, Aron Axelsson og Jóhannes Níels Sigurðsson lið Björk. Þeir 3 fyrstnefndu skipuðu lið Björk í fyrr en Aron gekk til liðs við Björk í janúar en Jóhannes Níels er einn af þjálfurum félagsins og dró hann fimleikabolinn fram eftir tæplega 20 ár á hillunni.

Gríðarleg stemmning var í liðinu og í salnum en þrátt fyrir flotta takta náðu strákarnir ekki að bæta árangurinn frá því í fyrra og bronsið því aftur þeirra.

Í 3. þrepi varð Björk hinsvegar bikarmeistari með töluverðum yfirburðum og unnu þeir titilinn verðskuldað.

3. þreps liðið skipuðu þeir Vigfús Haukur Hauksson, Ágúst Blær Markússon, Einar Dagur Blandon, Óskar Ísak Guðjónsson og Steindór Máni Auðunnsson.