Frábær árangur á NM unglinga

  • 22. maí, 2017

Fimleikafélagið Björk átti 3 fulltrúa í landsliðum Íslands á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Osló um helgina.

Margrét Lea Kristinsdóttir og Vigdís Pálmadóttir kepptu með stúlknalandsliðinu og Breki Snorrason með drengjalandsliðinu.

Margrét Lea hafnaði í 6. sæti í fjölþraut og komst í úrslit á slá og gólfi þar sem hún hafnaði í 3. sæti. Sláin gekk vel en örlítil mistök kostuðu hana verðlaunasæti þar.

Vigdís lenti í 20. sæti í fjölþraut og komst í úrslit á stökki þar sem hún hafnaði í 7. sæti í gríðarlega jafnri keppni. Flottur árangur hjá Vigdísi sem er búin að glíma töluvert við meiðslu í vetur.

Breki hefur átt betri daga í fimleikasalnum.  Hann hafnaði þó í 16. sæti í fjölþraut sem er bæting frá síðasta móti en náði ekki í úrslit á neinu áhaldi en mótið var dýrmætt í reynslubankann og góður undirbúningur fyrir framtíðar landsliðsverkefni.