Skráning fyrir veturinn 2017-2018

 • 25. júlí, 2017

Nú er forskráning fyrir allar deildir opin fyrir næsta vetur.
Sé búið að fylla skráningu í hóp, skrást börn á biðlista og höfum við samband ef það losnar pláss.
Forskráning kostar ekki neitt og er ekki bindandi. Hún lýsir fyrst og fremst áhuga á að vera í viðkomandi íþrótt næsta vetur.
Út frá forskráningu röðum við svo í hópa og sendum á forráðamenn hvaða hópur, þjálfari og æfingatímar eru í boði fyrir iðkandann. Þegar það er ljóst, staðfestir forráðamaður plássið í hópnum með því að ganga frá æfingagjöldum.

Til að skrá barn í félagið er hægt að fara inn á „Mínar síður“ í gegnum hafnarfjordur.is eða bara beint inn á bjork.felog.is („Mínar síður“ er ekki nauðsynlegt nema þegar kemur að því að nýta frístundastyrk).

Við innskráningu þarf að finna réttan hóp til að skrá í og má sjá leiðbeiningar fyrir það hér fyrir neðan.

Almenningsdeild/sýningardans:
Allir eru skráðir í sama hóp. Félagið úthlutar svo plássi eftir aldri og getu iðkenda.
Heiti innskráningarhóps: Almenningsdeild – Sýningardans – Innskráning haustönn

TaeKwonDo deild:
Allir eru skráði í sama hó
p. Félagið úthlutar svo plássi eftir aldri og getu iðkenda.
Heiti innskráningarhóps: TaeKwonDo deild – Taekwondo hópar – Innskráning haustönn

Klifurdeild:
Allir eru skráði í sama hóp. Félagið úthlutar svo plássi eftir aldri og getu iðkenda.
Heiti innskráningarhóps: Klifurdeild – Klifurhópar – Innskráning

Fimleikadeild:
Skráð er í hóp eftir grein, aldri og getu og félagið úthlutar svo plássi í hópum.

Skilgreiningar skráningahópa í fimleikum:

 • Leikskólahópar: Börn sem eiga 2 vetur og meira eftir í leikskóla
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Leikskólahópar – Innskráning haustönn
 • Forskólahópar: Börn sem eru á síðasta vetri í leikskóla
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Forskólahópar– Innskráning haustönn
 • Ponsur: Áhaldafimleikar fyrir stelpur í 1. og 2. bekk
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Ponsuhópar – Innskráning haustönn
 • Guttar: Áhaldafimleikar  fyrir stráka í 1. og 2. bekk
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Guttahópar – Innskráning haustönn
 • Pæjur: Áhaldafimleikar fyrir stelpur í 3. bekk og eldri sem ekki eru í keppnishópum
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Pæjuhópar – Innskráning haustönn
 • Gaurar: Áhaldafimleikar fyrir stráka í 3. bekk og eldri sem ekki eru í keppnishópum
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Gaurahópar – Innskráning haustönn
 • KeppnishóparÁhaldafimleikar fyrir stelpur og stráka sem komin eru í 4. þrep eða lengra skv. íslenska fimleikastiganum.
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Keppnishópar – Innskráning haustönn
 • Hópfimleikar: Í hópfimleikum er keppt í aldursflokkum. Allir eru skráði í sama hóp. Félagið úthlutar svo plássi eftir aldri og getu iðkenda.
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Hópfimleikar- Innskráning haustönn
 • Stökkfimi: Í hópfimleikum er keppt í aldursflokkum. Allir eru skráði í sama hóp. Félagið úthlutar svo plássi eftir aldri og getu iðkenda.
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Stökkfimi – Innskráning haustönn
 • Parkour: Allir eru skráði í sama hóp. Félagið úthlutar svo plássi eftir aldri og getu iðkenda.
  Heiti innskráningarhóps: Fimleikadeild – Parkour – Innskráning haustönn