Haustmót í áhaldafimleikum

  • 8. nóvember, 2017

Haustmót fimleikasambandsins í áhaldafimleikum fóru fram núna í nóvember. Á haustmótunum var keppt allt frá 5. þrepi og upp í frjálsar æfingar. Fimleikafélagið Björk sendi fjölmarga iðkendur til keppni og stóðu allir sig virkilega vel. Spennandi verður að fylgjast með krökkunum á mótum vetrarins eftir þann góða árangur sem hafðist á þessu fyrsta móti.