Þorgerðardagurinn 24. nóvember 2017

  • 21. nóvember, 2017

Þann 24. nóvember næst komandi, verður Þorgerðardagurinn haldinn hátíðlegur hjá Fimleikafélaginu Björk.

Í tilefni af 90 ára afmæli Þorgerðar Maríu Gísladóttur, stofnanda félagsins, var ákveðið að halda þennan dag hátíðlegan á hverjum vetri, henni til heiðurs.

Það verður opið hús hjá okkur frá 18:00-20:00 og gefst gestum og gangandi tækifæri til að prufa þær greinar sem í boði eru hjá félaginu.

Opnir prufutímar verða í boði í öllum greinum sem við bjóðum upp á en þær eru eftirfarandi:
-Áhaldafimleikar stelpur og strákar
-Leikskóla og forskólahópar
-Sýningardans
-Hópfimleikar
-Stökkfimi
-Klifur línu- og án línu (boulder)
-Parkour
-Tækwondo

Allir iðkendur félagsins, foreldrar, gestir og aðrir sem vilja kynna sér starfsemi okkar í vetur eru hvattir til að mæta. Hægt er að koma og prófa hinar ýmsu greinar og spjalla við þjálfara og heitt verður á könnunni.

Við hlökkum til og vonumst til að sjá sem flesta.