1st Björk International

  • 9. október, 2019

1st Björk International er nýtt mót sem haldið er á vegum Fimleikafélagsins Bjarka. Þó svo að um fyrsta mót sé að ræða er ætlunin að það verði að árlegum viðburði og muni stækka að umfangi eftir því sem árin líða.

Mótið verður haldið helgina 9. – 10. nóvember nk. í Bjarkarsalnum að Haukahrauni. Keppt verður í frjálsum æfingum og verða keppendur um 30-50 stúlkur á aldrinum 11-15 ára sem keppa í WAG Youth og Junior. Keppt verður í fjölþraut á laugardeginum en á sunnudeginum verða úrslit á einstökum áhöldum.

Endilega að líka við mótið á Facebook:

https://www.facebook.com/bjorkinternationalgymnastics/

og fylgja viðburðinum:

https://www.facebook.com/events/424348768278265/