Allar æfingar hjá Björk lagðar niður til og með 19. Október nk.

  • 8. október, 2020

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Í ljósi nýrra tíðinda frá stjórnvöldum sem að ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í dag verður allt íþróttastarf á vegum félagsins lagt niður til og með 19.október nk.

Frístundabíllinn gengur ekki á þessu tímabili.

Þrátt fyrir að hlé verði gert á formlegu starfi félagsins hvetjum við alla til að halda áfram að sinna andlegri og líkamlegri heilsu með fjölbreyttum hætti.

Jafnframt biðlum við til fólks að fara varlega og sinna persónulegum sóttvörnum eftir fremsta megni. Hlökkum til að sjá ykkur 19.október.

Hlýjar kveðjur,

Þjálfarar og starfsfólk