Skráning

Sýningardans heyrir undir almenningsdeild og þar er raðað í hópa eftir aldri og getu. Þess vegna er ekki hægt að vera með opna skráningu og verða forráðamenn því að forskrá iðkendur í sýningardans.

Forskráning kostar ekki neitt og er ekki bindandi. Hún lýsir fyrst og fremst áhuga á að vera í viðkomandi íþrótt og gefur félaginu allar upplýsingar til að hafa samband til að upplýsa fólk um framhaldið.
Út frá forskráningu er raðað í hópa. Þegar iðkandi er kominn með pláss fá forráðamenn upplýsingar um hóp, þjálfara og æfingatíma. Henti það iðkandanum, staðfestir forráðamaður plássið í hópnum með því að ganga frá æfingagjöldum.

Til að skrá barn í félagið er hægt að fara inn á „Mínar síður“ í gegnum hafnarfjordur.is eða bara beint inn á bjork.felog.is („Mínar síður“ er ekki nauðsynlegt nema þegar kemur að því að greiða æfingagjöld og nýta á frístundastyrk).

Skráning í sýningardans:

Allir eru skráði í sama hóp. Félagið úthlutar svo plássi eftir aldri og getu iðkenda.
Heiti innskráningarhóps: Almenningsdeild– Sýningardans– Innskráning haustönn