Reglur fyrir leigutaka

Litla Björk og afmælissalur: 

Kynnið ykkur umgengnisreglur sem hanga uppá vegg þegar komið er inní salinn.
–  Hámarksfjöldi í Litlu Björk er 30 manns.
–  Skilyrði að það sé a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur (20 ára) á hver 10 börn inni í Litlu Björk.
–  Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á þeirra vegum í Íþróttamiðstöðinni Björk.
–  Klifurveggur er ekki hluti af því svæði sem leigutakir leigir enda er sá veggur verið varasamur fyrir óvana klifurmenn (slysahætta).  Krakkar sem æfa klifur hjá félaginu gætu verið á æfingu í veggnum á sama tíma.
–  Púðagryfjan er einungis 1,2 metrar á dýpt og því stranglega bannað að taka púða uppúr gryfjunni og gætið þess að nóg sé af púðum þar sem verið er að stökkva í grifjuna.
–  Gætið vel að börnunum því auðvelt er að slasa sig ef ekki er farið varlega.
–  Leigutaki er ekki með báða salina í einu í tvo tíma heldur leigir hann annan salinn fyrri klukkutímann og hinn salinn seinni klukkutímann þannig að börn og forráðamenn þurfa að færa sig saman milli sala.
–  Innifalið í leigugjaldi er eingöngu aðgangur að Litlu Björk og Afmælissal og aðstöðu þeim tengdum.
–  Best er að mæta stuttu áður en veisla hefst.
–  Gefnar eru 30 mínútur í undurbúning fyrir afmælissalinn.  Það er því opnað þangaði inn 30 mín. eftir að veisla hefst.
–  Leigutaki kemur með sinn eigin borðbúnað og veitingar.  Mælt er með því að fólk komi með pizzur/kökur og nota plastglös og plasthnífapör.
–  Það er ekki ætlast til að matreitt sé inni í eldhúsi en hægt er að fá lánaðar könnur til að blanda í djús.
–  Leigutaki skilar salnum af sér eins og hann tekur við honum, sópar, hendir rusli, þurrkar af borðum og skilar viðbótar stólum og borðum.

 

Veislusalur:

–  Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á þeirra vegum í Íþróttamiðstöðinni Björk.
–  Íþróttamiðstöðin Björk er staðsett í miðju íbúðarhúsnæðishverfi og salurinn því aldrei leigður lengur en til miðnættis.
–  Salurinn er leigður út með starfsmanni.  Starfsmanni er greitt sérstaklega (aukalega) fyrir þann tíma sem hann er á staðnum (laun hans eru ekki innifalin í leiguverði).
–  Starfsmaðurinn leiðbeinir leigutaka við að setja upp sal og ganga frá eins og reglur hveða á um.
–  Leigutaki fær salinn afhentan tómann, þ.e. hann þarf sjálfur að stilla upp borðum, stólum og borðbúnaði.
–  Salurinn er leigður út án veitinga.
–  Leigutaki sér sjálfur um þrif á salnum og sér sjálfur um að fara með sorp.
–  Leigutaki getur samið við starfsmann um að sjá um þrif og frágang á salnum.