Hópaskiptingar

Leikskólahópar:

Börn á aldrinum 2-4ra ára. Stelpur og strákar æfa saman.  Æfingar eru 1 sinni í viku 50 mínútur í senn og eru þær á sunnudagsmorgnum kl. 10.10.11.10 og 12.10. Í leikskólahópum læra börnin á salinn og fimleikaáhöldin en við stillum upp leikjastöðvum sem að stuðla að auknum hreyfiþroska og samhæfingu.  Lögð er bæði áhersla á fín og grófhreyfingar, líkamsvitund Leiksk2(500)og jafnvægi, en einnig læra börnin að hlusta og fara eftir fyrirmælum frá þjálfurum.
Við gerum ráð fyrir að foreldrar geti aðstoðað ef með þarf í yngsta aldurshópnum L1. En síðan smásleppa foreldrar af þeim hendinni og í L2 mega foreldrar sitja á pöllunum og helst ekki vera á gólfinu og í elsta hópnum gerum við ráð fyrir að börnin kveðji foreldra inní klefa og gangi síðan með okkur þjálfurum inní sal.  Hægt er að fylgjast með börnunum í gegnum glerið en heitt er á könnunni og ágætis biðstofa frammi ef fólk vill bíða. Börn á þessum aldri eru afar mismunandi þegar kemur að vexti og þroska og við óskum eftir góðu samstarfi við foreldra svo hægt sé að mæta þörfum hvers og eins sem best. Börnin taka hvorki þátt í keppnum né sýningum.

Forskólahópar:
E10296112_1194439277236940_2829217992217569852_o-2ru fyrir börn á lokaári í leikskóla eða 5 að verða 6 ára.  Í ár verða hóparnir kynjaskiptir á þriðjudögum sem er jafnframt aðalæfingardagurinn en á föstudögum eru stúlkur og drengir saman. Foreldrar eru ekki með á æfingum og biðjum við þá að virða það að salurinn leyfir ekki áhorf nema í sértilteknum foreldraáhorfsvikum.  Í þessum hópum læra krakkarnir allar helstu grunnæfingar fimleikanna þar sem einblínt er á styrk, liðleika og jafnvægi.  Tímarnir eru svo reglulega brotnir upp með leikjum og fjöri.  Aðalæfingarsalur hópsins er Andrasalur.

Ponsur:

Pons12339208_1192057364141798_4739684184073631595_o-2uhópar ná yfir tvo árganga, þ.e. 1. og 2. bekk. Stúlkur sem eru 6 ára þegar fimleikaárið byrjar (þ.e. frá hausti fram á vor) eru í ponsum 6 og þær sem eru 7 ára þegar fimleikaárið byrjar eru í ponsum 7. Stúlkur sem koma úr forskólahópum fara í ponsuhópa eftir sumarfrí. Þeim er raðað í ponsur 6a, 6b og 6c eftir stöðumati sem framkvæmt er að vori í forskólahópum. Stúlkur sem koma nýjar inn 6 ára fara í ponsur 6d og 6e eftir því hversu margar eru í árgangnum. Stúlkur sem koma úr ponsurm 6 fara í ponsur 7 að hausti og almenna reglan er að hóparnir halda sér nema breytingar eigi sér stað á fjölda og þá þurfi að bæta við eða sameina eða ef stöðumat gefur ástæðu til. Ponsuhópar æfa frá 2 – 4 klst á viku.

Pæjur:
Stúlkur sem eru 8 ára og eldri að hausti þegar fimleikaárið byrjar fara í pæjuhópa. Stúlkum er skipt niður eftir stöðumati og aldursflokkum í a, b og c hópa eins og hjá ponsum en við bætast K og KL hópar sem eru 5.þrep (K) og 5.þrep létt (KL). Pæjur (8 ára og eldri) sem ná ákveðnum stigafjölda í stöðumati og/eða á mótum vetrarins fara í K og KL hópa. Fjöldi K hópa og KL hópa fer eftir því hversu margir ná þessum mörkum hverju sinni og en er ekki aldursskiptur nema tilefni sé til vegna fjölda. Almennir pæjuhópar æfa frá 3 – 4 klst á viku en pæjur í 6. Þrepi geta bætt við sig aukalega 2 klst á viku með valæfingu. K og KL hóparnir æfa frá 6 – 8 klst á viku. Stúlkur í K hóp sem ná 5.þrepi á keppnistímabili fara svo í Keppnishóp að hausti eftir fimleikaárið en þær sem eru ennþá í 5.þrepi halda áfram í K hóp og þær sem eru í KL hóp og ná kröfum fyrir K hóp flytjast þangað eftir keppnistímabilið.

Guttar:
Skipulag í guttahópum er sambærilegt við ponsuhópa nema hóparnir eru færri.

Gaurar:
Strákar sem eru 8 ára og eldri að hausti fara í gaurahópa.

Forkeppnishópur (Gaurar A):
Strákar sem hafa náð nægri færni til að æfa 5. þrep en keppa ekki á FSÍ mótum, annaðhvort sökum aldurs eða þess að þeir eru ekki komnir nógu langt getulega í þrepinu, fara í forkeppnishóp drengja.

Keppnishópar drengja:
Skipt er í keppnishópa drengja eftir getu. Þeir strákar sem eru nýbyrjaðir eða að byrja að keppa í þrepum fara í KPÞ en þeir sem eru lengra komnir getulega, fara í KPF.

Hópfimleikar:
Í hópfimleikum er skipt í hópa eftir aldri í samræmi við aldursskiptingu frá Fimleikasambandi Íslands sé nægur fjöldi iðkenda.  Sé ekki nægur fjöldi iðkenda í flokk eru árgangar sameinaðir og er þá keppt í flokki þeirra sem eldri eru í hópnum. Sé fjöldi í árgangi það mikill að erfitt sé að vinna með einn hóp, er getuskipt í hópa skv. stöðumati. Þær aðstæður kunna að koma upp að hluti hóps geti verið sameinaður öðrum árgangi ef félagið metur að báðir hópar geti hagnast af sameiningu.

Parkour:
9 ára og eldir stendur til boða að vera í parkour. Skipt er í hópa eftir aldri og ef fjöldi gefur tilefni til frekari skiptingar er getuskipt innan aldursskiptingar. Parkour A er fyrir þá sem eru lengst komnir í íþróttinni en í parkour B og lengra í stafrófinu er skipt eftir aldri.