Grunnupplýsingar

Grunnupplýsingar:

Fimleikafélagið Björk
Haukahrauni 1,
220 Hafnarfjörður
sími: 565 2311
tölvupóstur (almennar fyrirspurnir): fbjork@fbjork.is
tölvupóstur (leiga á sölum): leiga@fbjork.is
tölvupóstur (gjaldkeri): hafsteinn@fbjork.is
heimasíða: www.fbjork.is
kt. 550110-1130

Þjónusta:
ATH! Opið fyrir síma alla virka daga milli kl. 9-11 á morgnanna. Sími á skrifstofu er 565 2311.

Skrifstofan er opin óreglulega alla virka daga milli kl. 10-17 en ekki víst að alltaf sé hægt að ná tali af starfsmönnum á skrifstofu. Hvetjum því fólk til að senda fyrirspurnir og önnur erindi á fbjork@fbjork.is. Vegna fyrirspurna tengdri leigu á sölum Íþróttamiðstöðvarinnar Björk, t.d. fyrir barnaafmæli, sendið á leiga@fbjork.is. Tölvupóstfang hjá gjaldkera er hafsteinn@fbjork.is. Við svörum öllum tölvupóstum. Ef við náum ekki að svara símhringingum flyst símtalið í símsvara og hvetjum við fólk til að leggja inn skilaboð sem verður svarað eins fljótt og hægt er.

Æfingar hjá félaginu:

Æfingaannir hjá félaginu eru tvær, haustönn og vorönn. Haustönn er 5 mánuðir, þ.e. frá byrjun ágúst til loka desember og vorönn er 6 mánuðir, þ.e. frá byrjun janúar til loka júni. Langflestir hópar félagsins æfa hins vegar skemur, þ.e. 16 vikur á haustönn, frá sept. til ca. 20. des., og 20 vikur á vorönn, frá janúar og til loka maí.

Auk ofangreinds býður félagið uppá leikjanámskeið og íþróttanámskeið, í þeim íþróttum sem stundaðar eru hjá félaginu, í júní og í ágúst.

Uppgjör æfingagjalda:

Gjalddagar æfingagjalda er 20 sept. (haustönn) / 20. janúar (vorönn).

ATH! Félagið áskilur sér rétt til að innheimta 10% dráttarvexti og innheimtukostnað (per ár), ofan á ógreidda fjárhæð.

Uppgjör æfingagjalda fer fram í gegnum Nóra greiðslukerfið, sjá þægilegustu tengla hér:
– Til að sækja um leið um niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ farið inná ‘Mínar síður’.
– Einnig hægt að fara beint inná Nóra kerfið hér!

ATH! Fjárhæð niðurgreiðslunnar er hærri eftir því sem fyrr er greitt i gegnum Nóra uppgjörskerfið!

Inni í Nóra uppgjörskerfinu eru þrír möguleikar í boði við uppgjör æfingagjalda:

a) Kreditkort: Ef valið er að greiða með kreditkorti er hægt að dreifa greiðslum á þann fjölda tímabila sem gefin er upp í valmynd.

b) Greiðsluseðill: Ef greiðsluseðill er valinn þá kemur í heimabanka viðkomandi greiðsluseðill um hver mánaðarmót í samræmi við þann fjölda greiðslna sem valið er.

c) Millifæra: Einnig hægt að velja millifæra en þá verður að fara inná heimabanka og millifæra heildarfjárhæð æfingagjalda inná reikning félagsins, reikn.nr. 0544-04-200757, kt. 550110-1130, og senda staðfestingu á greiðslu á gjaldkera.

Sé greiðandi í vafa um skulda- eða inneignastöðu (t.d. vegna styrks frá Hafnarfjarðarbæ) sendið þá fyrirspurn á gjaldkera okkar, hafsteinn@fbjork.is, og við sendum ykkur yfirlit yfir hreyfingar og stöðu um hæl. Varðandi endurgreiðslur á styrkjum Hafnarfjarðarbæjar, sjá lið f) í reglum um innheimtu æfingagjalda hér að neðan.

Verðskrá haust- og vorannar, sjá hér!

Reglur um innheimtu æfingagjalda:

a) Gjalddagi æfngagjalda er 20. sept. (haustönn) / 20. janúar (vorönn).
b) Iðkendur geta ekki hafið æfingar á námskeiði (önn/sumarnámskeið) né tekið þátt í mótum fyrir hönd félagsins nema vera skuldlausir við félagið eða hafa áður samið um uppgjör eldri skulda.
c) Æfingagjöld eru fyrir heil námskeið. Hætti iðkandi fyrir lok námskeiðs fær hann því ekki endurgreitt, nema rök knígi á um annað.
d) Hefji iðkandi æfingar á miðju námskeiði greiðir hann æfingagjöld hlutfallslega frá fyrstu æfingu.
e) Fimleikafélagið Björk áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka.
f) Hafi félagið fengið staðfestingu á því að iðkendi ætli að taka þátt í tilteknu námskeiði (þar sem stundarskrá liggur fyrir) en hann mætir síðan ekki, áskilur félagið sér rétt til að innheimta 1/5 hluta námskeiðsgjalda hjá viðkomandi.
g) Foreldrar/forráðamenn þurfa að ganga frá greiðslum æfingagjalda í gegnum ‘Nóra’ uppgjörskerfið. Gjaldið sem þar er greitt er mismunur á verði fyrir námskeið og niðurgreiðslunni sem iðkandinn fær. Styrkurinn miðast við að iðkandinn stundi íþróttina á æfingatímabilinu.
h) Fjölskylduafsláttur er 10% (samtals verð fyrir alla fjölskyldumeðlimi x 0,9), og kemur fram í greiðslukerfi Nóra. Kerfið virkar þannig að allur afslátturinn kemur inná einn fjölskyldumeðlim.
i) Byrjendum er boðið uppá einn prufutíma án endurgjalds. Þjálfari hóps eða yfirþjálfari þurfa að gefa samþykki fyrir prufutíma.

Greiðslur fyrir leigu á sal:
Greiðslu fyrir leigu á sal á að leggja inná reikning nr. 0544-04-200758, kt. 550110-1130.
ATH! Munið að senda kvittun fyrir greiðslu á netfang okkar: leiga@fbjork.is (dags. leigu).

Starfsfólk skrifstofu:

Guðjón Guðmundsson, framkvæmdarstjóri, netfang: fbjork@fbjork.is.
Hafsteinn Þórðarson, bókhald, fjárreiður og innheimta, netfang: hafsteinn@fbjork.is.
Starfsmaður á skrifstofu, yfirþjálfun ponsu-og pæjuhópa og ýmis önnur mál: Ragnheiður Hjaltalín netfang: ragnheidur@fbjork.is.

Þjónusta í íþróttamiðstöð:

Í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar er hægt að nálgast óskilamuni. Síminn þar er 564 0730. Varðandi tilkynningu á veikindum iðkenda sendið tölvupóst á þjálfara/yfirþjálfara eða á fbjork@fbjork.is.

Uppbygging félagsins:

Lög félagsins er hægt að nálgast hér!

Deildir félagsins gefa út upplýsingarit um markmið og innra skipulag deilda. Þau má nálgast hér: Fimleikadeild, Klifurdeild, Taekwondodeild, Almenningsdeild.