Um taekwondo

Tae Kwon Do er talin vera rúmlega 2000 ára gömul íþrótt sem þróast hefur í gegnum árin. Taekwondo er þjóðaríþrótt Kóreu og spilar stórt hlutverk í sögu kóresku þjóðarinnar.

Saga Taekwondo
Taekwondo á rætur að rekja til fólksins sem byggði Kóreu skagann. Hann var heimkynni margra kynslóða fólks sem lifði af jörðinni í nánu sambandi við náttúruna. Sagan segir að upprunalegi forfaðirinn Tangun hafi stofnað Kóreanska ríkið, eða Gömlu Kóreu, árið 2.333 f. Kr. í Asdal. Tangun ríkið var til frá stofnun til 1.122 f.Kr. þegar Kaja ríkið tók við. Árið 193 f. Kr. breyttist Kaja ríkið í Wimwam ríkið sem entist aðeins til ársins 108 f. Kr. þegar því var skipt í þrjú konungsríki. Í þessum konungsdæmum voru haldnar hátíðar og miklar samkomur þegar fólk tilbað guði sína með því að dansa, spila tónlist og keppa í íþróttum…ekki ólíkt íslenskum hefðum til forna.
Þegar íþróttakeppni var haldin getum við ímyndað okkur að keppnin hafi falið í sér bogfimi, spjótakast og einhverskonar einvígi sem til eru í mörgum menningarsamfélögum í einu eða öðru formi sbr. glíma, hnefaleikar, skylmingar og að sjálfsögðu Judo og Karate o.s.frv. Ein skemmtileg kenning um uppruna Taekwondo er að háu spörkin sem nútíma iðkendur framkvæma hafi þróast þegar Kóreumenn voru neyddir til að verja sig gegn innrásum óvina á hestabakki. Stökkspörk og önnur há, kröftug spörk kynnu að fella reiðmanninn af hesti sínum og jafna þannig leikinn. Meðal mikilvægustu hátíðanna voru Yongko í Puyo ríkinu, Tongmaeng í Koguryo ríkinu, Muchon í Yeh ríkinu og Mahan og Kabi í Sillu konungsríkinu.

Texti:Sigrún Anna Qvindesland (texti fengin af taekwondo.is)

Fullorðnir:

  • góð líkamsrækt
  • reyndir þjálfarar
  • allir á eigin forsendum

Unglingar:

  • Sjálfsvarnar/bardagaíþrótt
  • fjörugir tímar
  • öflugt félagslíf

börn:

  • frá 6 ára aldri
  • líflegar æfingar
  • góður félagsskapur